Rás 2 um „Hrúta“: Tregi og tilfinningar

Hulda G. Geirsdóttir hjá Rás 2 fjallar um Hrúta Gríms Hákonarsonar og segir hana tilfinningaríka sögu sem sögð sé af næmni og einlægni. Hulda gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm.

Hulda segir meðal annars:

Þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika bræðurna og tekst frábærlega vel upp. Leikurinn skipar enda stærsta hlutverkið í þessari mynd því ekki er mikið um djúp eða löng samtöl, heldur liggur sagan að stórum hluta í næmri og fínlegri túlkun leikaranna og ýmsum smáatriðum sem leikstjórinn Grímur Hákonarson hefur sérstakt auga fyrir.

Og ennfremur:

Hrútar er áhrifarík mynd með séríslensku yfirbragði og hún mun án efa njóta vinsælda víða um heim. Sagan er tregafull en um leið falleg og skilur við áhorfendur í spurn þegar ljósin kvikna. Eftirminnileg mynd sem fylgir manni út úr rökkvuðum bíósalnum.

Sjá: Tregi og tilfinningar— ★★★★½ | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR