spot_img

„Ártún“ hlýtur tvenn verðlaun

Ártún still2Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni í Árósum í Danmörku sem fram fór 30. apríl til 3. maí. Myndin hlaut einnig sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi dagana 22. til 26 apríl.

Ártún hefur nú unnið til alls sex alþjóðlegra verðlauna síðan hún var frumsýnd á RIFF hátíðinni í október á síðasta ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR