Bandaríska framleiðslufyrirtækið XYZ films í samstarfi við AI Film, hefur keypt alheims söluréttinn á væntanlegri kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Tökur á myndinni hefjast í haust en myndin byggir á handriti Ólafs Egilssonar og Baltasars.
Eiðurinn segir af reykvískum lækni sem þarf að taka afdrifaríkar ákvarðanir þegar dóttir hans byrjar með hættulegum glæpamanni. Myndin verður bæði á ensku og íslensku.
Það er afar sjaldgæft að alheims sölu- og dreifingarréttur að íslenskri kvikmynd sé seldur á undirbúningsstigi, venjan er að slíkir samningar séu gerðir eftir að myndir hafa verið fullgerðar. Þó voru kvikmyndirnar Hetjur Valhallar – Þór og Lói: þú flýgur aldrei einn fjármagnaðar að stórum hluta þannig. Sú síðarnefnda er á framleiðslustigi og er áætlað að hún komi út 2017.
RVK Studios framleiðir Eiðinn ásamt þýska framleiðslufyrirtækinu Dynamic Productions.
Sjá nánar hér: XYZ Films acquires world sales rights to ‘The Oath’ | News | Screen