Jónsi og Alex gera músik fyrir nýja mynd Cameron Crowe

jónsi-cameron crowe

Jónsi, kenndur við Sigurrós, og Alex Somers samstarfsmaður hans, eiga tvö ný lög í kvikmynd Cameron Crowe, Aloha, sem verður frumsýnd 29. maí næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem Crowe notast við tónlist Jónsa, en áður hefur hún heyrst í Vanilla Sky og We Bought a Zoo.

Crowe hefur meðal annars líkt Jónsa við Brian Wilson, höfuðpaur The Beach Boys og er ekki leiðum að líkjast:

Crowe um lagið Go Do (remix) eftir Jónsa, úr We Bought a Zoo:

“jónsi is the Brian Wilson of his era, and this is proof.”

Með aðalhlutverkin í Aloha fara Bradley Cooper, Emma Stone og Rachel McAdams. Bill Murray og Alec Baldwin bregður einnig fyrir. Stikluna má sjá hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR