Kvikmyndaskóli íslands stefnir á að hefja kennslu á ensku, ætlaða alþjóðlegum nemendum, í haust. Þetta kemur fram í spjalli Böðvars Bjarka Péturssonar stjórnarformanns skólans við Lísu Pálsdóttur í þættinum Flakk á Rás 1.
Í viðtalinu segir Böðvar Bjarki alla tíð hafa verið nokkra eftirspurn að utan að nema kvikmyndagerð hér á landi og við því vilji skólinn bregðast. Málið hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Alþjóðlega deildin yrði alveg sjálfstæð og er gert ráð fyrir að nokkrir nemendur hefji nám í haust en smám saman yrði deildin álíka stór og sú íslenska.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér til 31. júlí 2015, en þar er fjallað um starfsemi Kvikmyndaskólans vítt og breitt. Spjallið um alþjóðlegu deildina hefst á mínútu 29:10: Flakk | RÚV