Evrópsk kvikmyndahátíð fer aftur hringinn

Evrópsk hátíð allan hringinn 2015Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15.-26. maí.

Þetta er annað árið í röð sem Evrópsk kvikmyndahátíð fer hringinn, en farið verður á sex staði víðsvegar um land.

Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð en fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið stuðnings MEDIA áætlunar Evrópusambandsins. Verkefninu er ætlað að bjóða upp á kvikmyndalist án endurgjalds og fyrir alla. Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn, undir styrkri leiðsögn Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings, en verkefninu er ætlað að breiða út kvikmyndafræðslu sem fer fram allt árið um kring í Bíó Paradís.

Tilgangur verkefnisins er að kynna og breiða út evrópska menningu, en framtakinu var vel tekið síðasta vor. Hringferðin er unninn í samstarfi við verkefnið Films on the Fringe sem styrkt er af Creative Europe, í þeim tilgangi að bjóða upp listrænar gæðakvikmyndir í Norður-Evrópu.

Á þeim stöðum þar sem ekki er kvikmyndahús verða myndirnar sýndar með fullkomnum stafrænum færanlegum sýningarbúnaði, í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum.

Ókeypis er á allar myndir hátíðarinnar.

Sýningartímar eru kl 16:00, 18:00 og 20:00 á hverjum stað og dagsetningar eru sem hér segir:

15. maí – Egilsstaðir

16. maí – Höfn í Hornafirði

19. maí – Akranes

21. maí – Ísafjörður

23. maí – Akureyri

26. maí – Selfoss

Á Facebook síðu hátíðarinnar má skoða dagskrána á hverjum stað.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR