spot_img

Önnur umferð af „Fortitude“ í tökur í byrjun næsta árs

Fortitude-KeyArt-FINAL-16x9-1Ráðist verður í gerð annarrar umferðar af þáttaröðinni Fortitude. Tökur munu hefjast hér á landi í byrjun næsta árs en alls verða gerðir tíu þættir að þessu sinni í stað tólf, að sögn Snorra Þórissonar hjá Pegasus.

Deadline greinir frá því að þáttaröðin hafi verið seld til 100 landa og sé vinsælasta sjónvarpsþáttaröð Sky Vision sem annast dreifinguna.

Sjá nánar hér: ‘Fortitude’ Renewed For Season 2 Ahead Of Season Finale On Pivot | Deadline.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR