OZ býður skapandi fólki uppá nýja tekjuleið fyrir myndefni sitt

oz creators world

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun opna nýja þjónustu á næstu dögum, OZ Creators World, sem gengur útá að hver sem er getur opnað sína eigin vídeórás og rukkað fyrir hana samkvæmt eigin hugmyndum. Þjónustan verður kynnt á sérstökum viðburði í Los Angeles þann 9. apríl næstkomandi að viðstöddum íslenskum listamönnum á borð við GusGus, Retro Stefson og Samaris.

Þjónustan snýst um að gefa öllum þeim sem búa til lifandi myndir vettvang til að selja aðgang að þeim gegnum áskrift. Hægt verður að nálgast efnið gegnum öll tæki sem veita aðgang að myndefni. Oz tekur við áskriftargreiðslunum en 70% þeirra fara til eigenda rásanna mánaðarlega, sem jafnframt ákveða verðið, hanna útlit rásar sinnar og setja inn myndefni. Þá mun áskrifendum gefast kostur á að kynna efni gegnum samfélagsmiðla með því að dreifa 2-10 sekúndna bútum af myndefni.

Sjá nánar hér: Vefur OZ

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR