Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2014

Klapptré birtir nú fyrstur miðla tæmandi lista yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir , leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir í sjónvarpi. Listinn nær yfir allt þetta efni sem birtist á íslensku sjónvarpsstöðvunum 2014.

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Capacent sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára.

Hafa ber í huga að mælingar eru mismunandi eftir eðli verka. Bíómyndir eru t.d. (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman. Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaltalsáhorf á þátt að ræða eftir atvikum. Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt síðar í sömu viku og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Einnig skal bent á að í mörgum tilfellum er um endursýningar á verkum að ræða og á það sérstaklega við um eldri verk. Ekki er ljóst af þeim gögnum sem Klapptré hefur undir höndum hvaða verk er verið að endursýna.

LEIÐRÉTTING 29.2.2016: Í upphaflegri færslu var sagt að inní tölunum hér að neðan væri ekki svokallað hliðrað áhorf (Tímaflakk, Sarpur, Vod). Nýfengnar upplýsingar hafa leitt í ljós að það var misskilningur, þær eru inní tölunum. Þetta leiðréttist hér með.

Áhorf á leikið íslenskt sjónvarpsefni 2014

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
HrauniðRÚV4252,6***127.292
Ó blessuð vertu sumarsólRÚV2129,4***71.148
StelpurnarStöð 212211,3***27.346
Hreinn SkjöldurStöð 24211,1***26.862
***Meðaláhorf á þátt.

Borgríki, mynd Ólafs Jóhannessonar frá 2011, sýnd að kvöldi skírdags.
Borgríki, mynd Ólafs Jóhannessonar frá 2011, hlaut mest áhorf íslenskra bíómynda í sjónvarpi 2014.

Áhorf á íslenskar bíómyndir 2014

HeitiStöðFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
BorgríkiRÚV235,9**86.878
Harry og HeimirRÚV12662.920
Kurteist fólkRÚV120,950.578
MálmhausRÚV118,544.770
Mamma GógóRÚV116,940.898
DjúpiðStöð 2214,3**34.606
Land og synirRÚV11331.460
Börn náttúrunnarRÚV110,725.894
Hvítir mávarRÚV19,222.264
Reykjavik Whale Watching MassacreRÚV18,921.538
HafiðStöð 218,119.602
101 ReykjavíkStöð 216,716.214
StikkfríRÚV14,711.374
**Tvær sýningar á árinu, samanlagt áhorf.

Yrsa Sigurðardóttir - Meistari óhugnaðarins eftir Eggert Gunnarsson naut mest áhorfs heimildamynda í sjónvarpi 2014.
Yrsa Sigurðardóttir – Meistari óhugnaðarins eftir Eggert Gunnarsson naut mest áhorfs heimildamynda í sjónvarpi 2014.

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2014

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
Yrsa Sigurðardóttir - Meistari óhugnaðarinsRÚV112458.080
Saga Eimskipafélags ÍslandsRÚV2122*53.240
Kristín GunnlaugsdóttirRÚV1118,344.286
Strigi og flauelRÚV111843.560
LýðveldisbörninRÚV1116,740.414
Hallfríður Ólafsdóttir - Flautuleikari músarinnarRÚV1114,434.848
HöggiðStöð 21214,4**34.848
Hreint hjartaRÚV1112,430.008
Liljur vallarinsRÚV1212,4**30.008
Act Normal (Vertu eðlilegur)RÚV111024.200
Baráttan um landiðRÚV117,518.150
Með hangandi hendiRÚV113,48.228
Laxness og svarti listinnRÚV113,17.502
BlikkiðRÚV112,86.776
DraumalandiðRÚV112,86.776
Draumurinn um veginnRÚV512,4*5.808
HrafnhildurRÚV112,45.808
Roðlaust og beinlaustRÚV111,43.388
FjallkonanRÚV121,3**3.146
GnarrStöð 2111,33.146
Dieter Roth (Dieter Roth Puzzle)RÚV111,22.904
VeturhúsStöð 2110,71.694
Pönk í ReykjavíkStöð 2410,5*1.210
*Meðaláhorf á þátt. | **Tvær sýningar á árinu, samanlagt áhorf.

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmunar Arnars Guðmundssonar verður sýnd í Sjónvarpinu á skírdagskvöld.
Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut mest áhorf stuttmynda í sjónvarpi 2014.

Áhorf á íslenskar stuttmyndir 2014

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
HvalfjörðurRÚV112253.240
Takk fyrir hjálpiðRÚV1116,940.898
Hrein (Clean)RÚV114,510.890
KaramellumyndinRÚV113,17.502
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR