„Andið eðlilega“ Ísoldar Uggadóttur fær vilyrði 2016

breathe normally kynningarstillNý íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, hefur hlotið 80 milljón króna vilyrði til framleiðslu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Myndin fléttar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurvelli.

Þetta er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, sem áður hefur leikstýrt stuttmyndunum, Góðir gestir, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, sem flökkuðu á allar kvikmyndahátíðir víða um heim og hlutu fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og verðlauna.

Ísold lauk mastersnámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011, en áður starfaði hún sem klippari þar í borg.

Skúli Malmquist hjá Zik Zak kvikmyndum er aðalframleiðandi myndarinnar og vinnur nú að fjármögnun myndarinnar erlendis. Vilyrðið gildir fyrir 2016 og verður stefnt á tökur í byrjun þess árs.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR