Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, gefur ögn eftir á þriðju sýningarhelgi og er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans. Alls komu 9.558 manns á myndina í liðinni viku, þar af 4.135 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 27.955 gesti.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í tíunda sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. 121 sá myndina um helgina en alls 764 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur 10.856 manns.
Grafir og bein er í ellefta sæti eftir þriðju sýningarhelgi með alls 539 gesti í vikunni, þar af 108 um helgina. Samtals hafa 3.471 séð myndina frá upphafi.
Afinn er nú í tólfta sæti eftir áttundu sýningarhelgi. Alls hafa 14.647 séð myndina frá upphafi, þar af 342 síðastliðna viku.
AÐSÓKN VIKUNA 10.-16. nóv. 2014:
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
3 | Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum | 9.558 | 27.955 |
5 | Borgríki 2 | 764 | 10.856 |
3 | Grafir og bein | 539 | 3.471 |
8 | Afinn | 342 | 14.647 |