Canon hátíð í Hörpu 14. nóvember

Canon-EOS-7D-Mark-IINýherji stendur fyrir Canon sýningu og ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi, þar sem íslenskir og erlendir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið.

Meðal þeirra sem fram koma eru kvikmyndagerðarmennirnir Bergsteinn Björgúlfsson, Jóhann Sigfússon og Konráð Gylfason, Paul Atkinson frá Professional Imaging deild Canon Europe og ljósmyndararnir Sissa, Ragnar Axelsson, Ari Magg og Franco Banfi. Þorsteinn J. mun stýra ráðstefnunni.

Sýningarsvæðið opnar kl. 11:00 en ráðstefnan hefst kl. 13. Á sýningunni geta gestir skoðað og prófað mikið úrval af Canon ljósmynda, töku- og prentbúnaði auk auk linsubúnaðar í öllum stærðum og gerðum. Þá fer fram frumsýning á Canon EOS 7D Mark II hér á landi og sýnt verður 4k efni skotið á Canon EOS-1D C á Canon 4K reference skjá.

Ókeypis er á ráðstefnuna en nauðsynlegt er að skrá sig. Hægt er að gera það hér.

Sjá nánar hér: Canon hátíð í Hörpu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR