108 ár í dag síðan kvikmyndasýningar hófust á Íslandi

Á þessum degi, 2. nóvember árið 1906 eða fyrir 108 árum, hófust reglubundnar kvikmyndasýningar á Íslandi í Reykjavíkur Biograftheater (Fjalakettinum). Kvikmyndasafn Íslands bendir á þetta á Fésbókarsíðu sinni.

Þetta óþjála nafn var fljótlega stytt í Bíó en breytt í Gamla bíó, þegar Nýja bíó tók til starfa árið 1912.

Sýningaskráin samanstóð af nokkrum stuttum myndum, þeirra á meðal var kvikmynd danska konunglega hirðljósmyndarans Peter Elfelt „Alþingismenn í Khöfn“ sem svo var nefnd í blaðaauglýsingum og vakti mikla athygli.

Mynd þessi sýndi heimsókn íslensku alþingismannanna með Hannes Hafstein í broddi fylgingar til Kaupmannahafnar þetta ár í boði danska þingsins. Þessa sögulegu kvikmynd má sjá í lítilli upplausn á síðu danska kvikmyndasafnsins hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR