Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Fréttablaðinu skrifar um Borgríki 2:
Lilja Katrín segir meðal annars:
Borgríki 2 er framhald myndarinnar Borgríki sem sýnd var árið 2011. Það er greinilegt að eitthvað hefur gerst í millitíðinni og karakterarnir hafa þróast aðeins síðan við sáum þá síðast.
Borgríki heillaði mig ekki mikið og fannst mér hún alltof hröð og skildi ég hvorki upp né niður í flestum persónunum. Í Borgríki 2 er hægt aðeins á atburðarrásinni, þó hún sé enn aðeins of hröð til að ganga fyllilega upp, og fá áhorfendur að kynnast karakterunum aðeins betur. Það fannst mér plús.
[…]Hins vegar er handritið sjálft ekki nógu gott. Betra en handrit fyrri myndarinnar en samt fullt af gloppum. Ýmsar lausnir eru fullauðveldar sem gerir atburðarásina oft á tíðum frekar ótrúverðuga.
Eins og í fyrri myndinni skil ég oft og tíðum ekki hvaða tilgangi tímaflakkið þjónar heldur. Það bætir akkúrat engu við söguna.
En myndin heldur manni ágætlega og verð ég að gefa slagsmálaatriðunum stóran plús. Afskaplega vel útfærð og vel gerð. Þau hafa greinilega verið æfð í þaula og það sést.
Sjá nánar hér: Vísir – Betri en sú fyrri en ekki gallalaus.