Borgríki 2 – Blóð hraustra manna verður frumsýnd 17. október.
Þetta er sjálfstætt framhald Borgríkis og fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Hannes sér fram á að ná að slá tvær flugur í einu höggi, ná yfirmanninum en einnig erlendri glæpaklíku sem er með tökin á borginni. Til að ná þessu markmiði sínu dregur hann lögreglukonu með erfiða fortíð inn í aðgerðirnar, óafvitandi að erlenda glæpagengið ætlar sér stóra hluti og munu svífast einskis til verja sig.
Með helstu hlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir , Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic og Hilmir Snær Guðnason. Olaf de Fleur leikstýrir og skrifar handrit ásamt Hrafnkeli Stefánssyni, Kristín Andrea Þórðardóttir, Ragnar Santos og Olaf de Fleur framleiða fyrir Poppoli.