Gagnrýni | Altman (RIFF 2014)

Robert Altman leikstjóri.
Robert Altman leikstjóri.
[column col=“1/2″][message_box title=“Altman“ color=“gray“] [usr 3] Stjórnandi:  Ron Mann
HandritLen Blum
Kanada, 2014
[/message_box][/column]Robert Altman er einn merkasti, áhrifamesti og sérstæðasti leikstjóri sem komið hefur frá Bandaríkjunum. Allur kvikmyndaferill hans gekk meira og minna út á að umbylta hefðum Hollywood kvikmynda og grafa undan kerfinu sem hann vann fyrir. Ferill hans var brösóttur og gekk upp og niður en honum tókst yfirleitt að gera það sem hann vildi, hann varð aldrei “sellát” og gerði á endanum næstum 40 myndir. Maðurinn er sannarlega goðsögn og eftir dauða hans hlaut að koma að því að heimildamynd sem gerði ferli mannsins almennileg skil yrði gerð.

En heimildamyndin Altman, er ekki alveg sú mynd.

Fyrir aðdáendur Roberts Altman (líkt og undirritaður er) þá er Altman sannarlega skemmtileg mynd. Það er alltaf gaman að heyra og sjá goðið tala, far í gegnum feril hans og sjá innlit bakvið tjöldin á myndum hans. Að ekki sé minnst á klippur úr gömlum kvikmyndum, stuttmyndum og þáttum sem hann leikstýrði. Altman er hröð og vel klippt og eyðir litlum tíma í að dvelja við hlutina. Áhorfandanum er haldið vel við efnið og ómögulegt að leiðast ef maður hefur áhuga á Altman.

Altman er eiginlega meira eins og langur sjónvarpsþáttur sem er einfaldlega stórfelld upphafning heldur en almennileg heimildamynd. Það er skimmað yfir mikið af efni, mörgu sleppt og maðurinn einfaldlega sýndur sem hálfgerður dýrlingur sem hann var ekki alveg. Hann var, að því er virðist, alkóhólósti og eiturlyfjafíkill sem auk þess hélt oft framhjá konunni sinni. Einnig var hann talinn hafa verið með nokkuð mikilmennskubrjálæði (líkt og margir aðrir leikstjórar á hans stalli). Það vita allir að Altman var merkismaður og frábær leikstjóri og Altman er ekki að segja aðdáendum hans mjög mikið sem þeir ekki vita nú þegar. Það er aðeins minnst á drykkju hans og að hann hafi vanrækt börnin en jafnvel það fær léttvæga umfjöllun.

Það sem er áhugaverðast við myndina er að sjá allt efnið frá gömlu þáttunum og myndunum sem hann við í upphafi ferils síns (sumt af þessu hefur aldrei verið gefið út) og maður fær smá hugmynd af því hvernig stíllinn hans þróaðist. En bara rétt svo. En til þess að gera þessu almennileg skil hefði myndin reyndar líklega þurft að vera 3 tíma löng.

Altman er engu að síður mjög ljúf mynd og ef litið er einungis á hana sem eins konar ástarbréf til Altmans þá skilar hún sínu. Hún er hin fínasta skemmtun og gott yfirlit yfir feril hans en Robert Altman á skilið heimildamynd með aðeins meiri dýpt og innsæi.

 

 

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR