Klapptré er eins árs í dag, miðillinn fór í loftið þann 16. september 2013. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þér kæri lesandi fyrir frábærar móttökur, sem hafa verið langt umfram það sem ég gerði ráð fyrir í upphafi.
Alls hafa birst rúmlega 700 fréttir og pistlar á árinu.
Lestrartölur líta svona út eftir fyrsta árið (meðaltal mánaðar í sviga):
- Einstakir gestir: 44,366 (3,697 á mánuði)
- Heimsóknir: 80,299 (6,692 á mánuði)
- Flettingar: 135,665 (11,305 á mánuði)
Til samanburðar má nefna að þegar Land & synir, vefur kvikmyndagerðarmanna var í loftinu (2003-2011) var meðalaðsókn 953 einstakir gestir á mánuði. Aðsókn á Klapptré er því um fjórfalt meiri.
Hér má láta sér líka við Facebook síðuna okkar (muna að stilla á “Get notifications / Fá tilkynningar) og við erum líka á Twitter.