spot_img

Greining | „París norðursins“ á toppnum eftir helgina, „Vonarstræti“ komin í 9. sætið yfir mest sóttu myndirnar

Björn thors paris norðursinsParís norðursins hefur fengið góða dóma og virðist hafa spurst vel út því myndin gefur hressilega í á annarri sýningarviku og situr nú á toppi aðsóknarlistans eftir nýliðna helgi.

Alls hafa 6.005 gestir séð myndina hingað til, en þar af komu 1.528 gestir um helgina og alls 3.427 í vikunni. Hafsteinn Gunnar, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, getur vel við unað ef miðað er við fyrstu mynd hans, Á annan veg, sem aðeins fékk 1.235 gesti í bíó á sínum tíma – en átti sannarlega miklu betri aðsókn skilið.

Vonarstræti er nú í 16. sæti á lista SMÁÍS eftir 18 vikur í sýningum. Alls sáu myndina 253 manns s.l. viku, þar af 120 um síðustu helgi. Samtals hefur myndin fengið 46.349 gesti frá því sýningar hófust. Hún hefur því færst upp um eitt sæti á heildarlista SMÁÍS yfir mest sóttu myndirnar frá 1995 og situr nú í 9. sætinu.

Hross í oss kemur einnig aftur inná aðsóknarlistann í kjölfar tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndin er nú í 22. sæti eftir 55 sýningarvikur og hefur fengið alls 15.441 gesti.

AÐSÓKN VIKUNA 8.-14. september 2014:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
2París norðursins3.4276.005
18Vonarstræti25346.349
55Hross í oss2115.441
(Heimild: SMÁÍS)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR