„Ástríður“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

ástríður-2Sjónvarpsserían Ástríður 2 er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm fyrir Stöð 2.

Ástríður 2 fékk fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum “leikið efni ársins”. Ilmur Kristjánsdóttir sem lék titilhlutverk þáttanna var einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri.

Pressa 3 sem einnig var framleidd af Sagafilm fyrir Stöð 2 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári.

Í fréttatilkynningu frá Sagafilm kemur einnig fram að fyrirtækið hyggst hefja tökur á þáttaröðunum Rétti 3 og Pressu 4 á næsta ári fáist fjármagn til þess úr sjónvarpshluta Kvikmyndamiðstöðvar.  Þessa dagana standa yfir hjá Sagafilm tökur á grínþáttunum Stelpurnar en fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 þann 27. september n.k. Sagafilm segir óhætt að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi.  Þetta hafi vakið athygli erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja sem vilji leggja fram fjármagn til framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR