Davíð Már Stefánsson fer á kostum í Morgunblaðinu í umfjöllun sinni um París norðursins og segir ekkert því til fyrirstöðu að hún slái í gegn.
Davíð Már segir m.a.:
Sérkenni íslenskrar kvikmyndagerðar fengu að njóta sín í París norðursins og Frónbúar í salnum eflaust kannast við ýmislegt. Þunglynt og lítilfjörlegt smábæjarlíf þar sem drykkfellt mislyndisfólk í haltu-mér-slepptu-mér samböndum skiptist á að elska og hata hvort annað virðist alltaf eiga upp á pallborðið. Því ber þó að fagna hversu fögur þjáningin er í meðhöndlun Hafsteins og Huldars og tókst þeim vel til við að skapa grátbrosleg atriði.
Sjá nánar hér: Kviðfeðgar á Flateyri – mbl.is.