„Ég þarf ekki fleiri verðlaun, ég vil bara fá fleiri áhorfendur,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss í viðtali við Morgunblaðið.
Benedikt heldur áfram:
„Myndin hefur fengið nóg af verðlaunum og það er svosem ekkert á það bætandi,“ segir Benedikt hógvær í fasi. „Þetta gæti þó orðið ánægjulegt því af þessu tilefni verður hún sýnd aftur í bíóhúsum hjá Senu og þá gefst fólki tækifæri á að sjá hana aftur.“ Hann segir tilnefninguna jafnframt koma sér vel þar sem myndin kemur út á DVD í lok september.
Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi 29. október næstkomandi og hlýtur sigurvegarinn að launum 350.000 danskar krónur, eða um 7,5 milljónir íslenskra króna. „Ég vil bara fá peninginn,“ segir Benedikt léttur í lund að lokum.
Sjá nánar hér: „Ég vil bara fá peninginn“ – mbl.is.