Mark Adams hjá Screen skrifar um París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson sem heimsfrumsýnd var í gærkvöldi á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Adams er hæstánægður með myndina og segir hana koma sterklega til greina í verðlaunasæti á hátíðinni.
Adams segir meðal annars:
Einstaklega meinfyndið íslenskt gamandrama. Mynd Hafsteins Gunnars, sem er bráðskemmtileg á að horfa, dvelur við bresti í samböndum fólks, sérstaklega karla. Hafsteinn er einn af efnilegustu leikstjórum sem nú eru að koma upp í Evrópu, hann hefur hér smíðað afhjúpandi, gamansama og greindarlega kvikmynd sem ber að hylla.
Sjá nánar hér: Paris Of The North | Reviews | Screen.