Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hefst á Patreksfirði á morgun föstudag og stendur til mánudags. Alls verða sýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir og auk þess þrjár myndir heiðursgestsins Victor Kossakovsky.
Ásgeir H. Ingólfsson verður sérstakur tíðindamaður Klapptrés á hátíðinni og mun birta pistla reglulega meðan á henni stendur.
Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn aðstandenda, að gert sé ráð fyrir um 400 til 500 gestum á hátíðina í ár.
„Gestafjöldinn um helgina er líka skemmtilegur í ljósi þess að á Patreksfirði er nú búið að útbúa nýtt og glæsilegt tjaldstæði þannig það er um að gera að sem flestir prufukeyri það. Síðan skemmir ekki fyrir hvað veðurspáin er góð.“
Sjá nánar hér: Frumsýna 13 íslenskar heimildarmyndir – mbl.is.