Victor Kossakovsky, heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár, segir heimildamyndir fjalla um fólk og veita okkur heimild til að fjalla um það eftir okkar höfði.
Fréttatíminn ræðir við hann, en Skjaldborgarhátíðin fer fram á Patreksfirði um næstu helgi, hvítasunnuhelgina.
„Þetta er mikið vald sem við þurfum að fara varlega með. Bara með því að taka ákvörðun um ákveðna lýsingu get ég ákveðið hvort þú verður falleg eða ljót í mynd. Ég get tekið það sem þú segir upp á myndband, svo klippi ég það sem þú sagðir í búta og vel að láta þig koma annaðhvort vel eða illa út. Fólk breytist líka algjörlega eftir því hvaðan myndavélin horfir á það. Sem heimildagerðarmaður ræð ég því hvort fólk kemur út sem fallegar sálir, snillingar eða fávitar.“
Sjá nánar hér: Heimurinn svo fallegur eins og hann er – Fréttatíminn.