Þyrlu Norðurflugs hlekktist á á Eyjafjallajökli í gær. Betur fór en á horfðist og urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram á mbl.is
Þyrlan, sem er af gerðinni TF-HDW Ecureuil, var við kvikmyndatökur á jöklinum. Samkvæmt heimildum Klapptrés er hér um að ræða tökuteymi Star Wars VII undir stjórn Marc Wolff, sem sérhæfir sig í kvikmyndatökum úr lofti. Síðasta verkefni Wolff var Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks.
Sjá nánar hér: Þyrlu hlekktist á á Eyjafjallajökli – mbl.is.