Ó blessuð vertu sumarsól nefnist ný íslensk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem RÚV sýnir um páskana. Þar segir af trillukarli og ekkli á Austfjörðum sem kemur heim úr langferð með óvæntar fréttir, uppkomnum börnum sínum til mikillar gremju.
Þetta er tregablandin kómedía með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Theódóri Júlíussyni, Vigni Rafni Valþórssyni, Magneu Björk Valdimarsdóttur og Þorsteini Bachmann í helstu hlutverkum. Lars Emil Árnason leikstýrir og skrifar handrit.
Myndin var tekin upp á Seyðisfirði 2011. Framleiðandi er Kvikmyndafélag Íslands.