Ólafur Arnalds tónskáld hefur verið tilnefndur til BAFTA verðlaunanna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.
Þættirnir slógu í gegn í Bretlandi og víðar á síðasta ári. Von er á framhaldi þáttanna og verða þeir teknir upp á þessu ári.
Verðlaunin verða afhent í Lundúnum 28. apríl. Broadchurch þættirnir og aðstandendur þeirra eru alls tilnefndir til fimm BAFTA-verðlauna, meðal annars fyrir leikstjórn og handrit auk tónlistarinnar.
Klapptré mælir eindregið með þessum þáttum.
Ólafur semur tónlist fyrir kvikmyndina Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z., sem væntanleg er í maí.
Sjá hér: Tilnefndur til BAFTA verðlaunanna | RÚV.
Sjá lista yfir tilnefnda til BAFTA TV Craft hér.