„Málmhaus“ fær afar góðar móttökur í Svíþjóð

Svíar taka Málmhaus fagnandi.
Svíar taka Málmhaus fagnandi.

Sýningar á Málmhaus Ragnars Bragasonar hófust í Svíþjóð um helgina og er myndin sýnd í 11 borgum. Myndin hefur gegnumsneytt fengið afar jákvæð viðbrögð gagnrýnenda.

Hér eru sýnishorn af umsögnum:

**** 4/5 „Einstök, vel leikin kvikmynd sem forðast klisjur og snertir við manni um leið og hún kemur til skila votti af von og gleði.“ Andreas Samuelson hjá Moviezine, stærsta kvikmyndatímariti Svía.
***** 5/5 „Fyndin, hlý og ef til vill besta mynd ársins, ein besta mynd sem ég hef séð í bíó í langan tíma.“ Rosemari Södergren hjá Kulturbloggen.
**** 4/5 „Afar hrífandi.“ -CG Karlsson, SVT Gomorron Sverige.
**** 4/5 „Virkilega fín kvikmynd.“ -Ronny Svensson, TV4.
**** 4/5 „Besta dramað í vetur“ Nöjesmix.
**** 4/5 “ Næmlega gerð. “ Elin Larsson, Metro.
**** 4/5 „Hjartahlý, upplífgandi frásögn. Þorbjörg Helga er sérlega góð.“ -Fredrik Strage, Dagens Nyheter.
„Afar minnisstæð“ Sverige Radio, Kulturnytt

Hér er hlekkur á viðtal við Ragnar Bragason þar sem hann spjallar um myndina við Vice vefritið í Svíþjóð: Talking Metalheads with Ragnar Bragason | VICE Sweden.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR