Wachowski systkinin góðkunnu, höfundar Matrix-myndanna, hyggjast framleiða sjónvarpsseríu fyrir Netflix ásamt J. Michael Straczynski sem meðal annars skóp seríuna Babylon 5 og skrifaði handrit bíómyndanna Changeling í leikstjórn Clint Eastwood og World War Z með Brad Pitt. Seríuna, sem kallast Sense8, á meðal annars að taka hér á landi í sumar og haust.
Vísir greinir frá því að framleiðendurnir hafi auglýst eftir íslenskri stúlku til að fara með eitt af helstu hlutverkum seríunnar. Auglýsingin er orðuð svona:
„Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja. Hún á að vera íslensk, en býr í London og eyðir tíma sínum í ólöglegum partíum og tekur ofskynjunarlyf. Burðarhlutverk.“
Sjá nánar hér: Vísir – „Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“.