Kvikmyndir.is ræða við Jahmil X. T. Qubeka, leikstjóra kvikmyndarinnar Of Good Report, sem nú er sýnd í Bíó Paradís og hlaut meðal annars samframleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði.
Quebeka segir meðal annars í viðtalinu:
„Kvikmyndamiðstöð Íslands, Heather og Þórður dæmdu mig ekki, né það verk sem ég hafði skapað,“ segir Jahmil og á þá við Heather Milliard og Þórð Jónsson, sem með-framleiddu myndina undir merkjum Spier Films. Jahmil hverfur aftur að heimalandinu og segir að svartir kvikmyndagerðamenn eigi að fara eftir vissum reglum þegar þeir gera kvikmynd, og að þeir megi ekki undir neinum kringumstæðum sýna neinn sem er svartur á hörund í slæmu ljósi. „Þú situr kannski heima hjá þér hérna á Íslandi og horfir á kvikmynd, þá ertu ekki sífellt að dæma þá sem eru í kvikmyndinni. Hvort þeir séu svartir, hvítir, gulir, brúnir, hommar eða lesbíur. Það er það sem ég elska við Ísland, þið dæmið ekki.“
Sjá viðtalið í heild hér: „Íslendingar dæma mig ekki“ – Kvikmyndir.is.