„Gera færri hluti en gera þá betur“ segir Magnús Geir

Magnús Geir Þórðarson tekur við útvarpsstjórastarfinu á næstunni.
Magnús Geir Þórðarson tekur við útvarpsstjórastarfinu á næstunni.

Magnús Geir Þórðarson verðandi útvarpsstjóri, segir brýnt að skapa sátt um hlutverk RÚV og einbeita sér að færri þáttum en vinna þá betur. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við hann á vef RÚV.

Magnús Geir segir að nauðsynlegt sé að skýra hlutverk Ríkisútvarpsins betur og ná sátt um það. „Segja má að það þurfi að kjarna hvað við gerum, einbeita okkur að aðalatriðunum og þá kannski gera færri hluti en gera þá betur. Og við hljótum að horfa til þess sem er séríslenskt; menning og umfjöllun um dægurmál og fréttir líðandi stundar sem eiga sérstakt erindi við Íslendinga, frekar en aðra,“ segir Magnús.

Sjá nánar hér: Þrýst á Magnús úr öllum áttum | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR