Hross í oss Benedikts Erlingssonar hlaut áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö sem lauk í gær. Þetta eru 11. verðlaun myndarinnar.
„Áhorfenda verðlaunin í Tromsö takk fyrir. Fullkominn timing fyrir opnun myndarinnar her í bíóhusum í febrúar. Her er mynd af mér og „min elskede puplikum“ við afhendinguna,“ segir Benedikt á Facebook síðu sinni og birtir meðfylgjandi ljósmynd.