Eddan í fimmtánda sinn 22. febrúar, innsendingarfrestur rennur út 6. janúar

Frá afhendingu 14. Edduverðlaunanna í Hörpu í febrúar 2013.
Frá afhendingu 14. Edduverðlaunanna í Hörpu í febrúar 2013.

Eddan, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, verður haldin með pompi og prakt í Hörpunni laugardaginn 22. febrúar og sýnd beint í opinni dagskrá Stöðvar 2.

Frestur framleiðenda til að senda inn kvikmynda- og sjónvarpsverk vegna verðlaunaafhendingarinnar rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og gjaldgeng eru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2013. Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 30. janúar og mun kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefjast samdægurs.

Þetta er í fimmtánda sinn sem Eddan er haldin en hún fór fyrst fram árið 1999 þegar veitt voru 10 verðlaun. Verðlaunin eru nú veitt í 24 flokkum sem spanna allt svið kvikmynda- og sjónvarpsgeirans.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR