Jólaveisla í Bíó Paradís

Tveir meistarar nútíma kvikmynda eru í framlínu jóladagskrár Bíó Paradísar með sín nýjustu verk. Annarsvegar Pedro Almodovar með mynd sína I’m So Excited sem frumsýnd er 20. desember og hinsvegar Michel Gondry hvers Mood Indigo hefst 26. desember.

Ýmislegt annað kræsilegt er á jólahlaðborðinu og má þar nefna klassískt jólamyndaþema með myndum á borð við National Lampoon’s Christmas Vacation, Chitty Chitty Bang Bang og All Dogs Go To Heaven.

Jólasýning Svartra sunnudaga er ærslahrollurinn sígildi, Gremlins og einnig er boðið uppá sérstakt jólahryllingsþema fyrir þar til þenkjandi.

Þá halda áfram sýningar á gæðamyndunum Gravity (í þrívídd), Long Walk to Freedom og Philomena sem allar þykja líklegar til tilnefninga í upphafi næsta árs.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR