Sigurjón Sighvatsson framleiðir þætti byggða á bókum Yrsu Sigurðardóttur

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hyggst gera fimm þátta sjónvarpsseríu eftir sakamálasögum Yrsu Sigurðardóttur um lögmanninn Þóru. Sigurjón hefur fengið til liðs við sig danska leikstjórann Kathrine Windfeld, sem stýrt hefur þáttum úr þáttaröðunum Glæpurinn, Brúin og Wallander. Þættirnir yrðu á ensku, en teknir upp á Íslandi. Sigurjón telur það kosta einn og hálfan milljarð króna að framleiða fimm þátta röð. Hann vonast til að tökur geti hafist næsta haust.

RÚV greinir frá: Gera þætti byggða á bókum Yrsu | RÚV.

Þá má og geta þess að Sigurjón hefur tryggt sér réttinn að öðrum bókum Yrsu, Ég man þig og Kuldi. Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) hefur verið orðaður við leikstjórn fyrrnefnda verkefnisins en ekki er vitað hvenær það fer af stað.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR