Wikileaks myndin The Fifth Estate verður frumsýnd í Sambíóunum í næstu viku. Af því tilefni ræðir Vísir við Sigurð Viktor Chelbat hjá Sambíóunum og hefur eftir honum að myndin hafi skíra skírskotun til Íslands og íslenskra stjórnmála, enda sé t.d. persóna Birgittu Jónsdóttur þingmanns, sem leikin er af hollensku leikkonunni Carice Van Houten (Game of Thrones, Black Book), þriðja stærsta hlutverk myndarinnar.
Sigurður segir m.a. að spurningum sem sé varpað upp varðandi Ísland og þá ekki síst hlut og stöðu Birgittu séu mikilvægar og rétt að þeim sé svarað: „Var íslenskur þingmaður í innsta hring Wikileaks? Vissi sá þingmaður um fyrirhugaðar uppljóstranir um Kaupþing sem ollu einhverjum mestu milliríkjadeilum sem þjóðin hefur lent í?“
Myndin verður forsýnd á miðvikudag í næstu viku og segist Sigurður vonast eftir að umræður skapist um myndina hér á landi þegar sýningar hefjast.
Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum 18. október og hefur fengið afar slaka aðsókn þar í landi sem og annarsstaðar, auk þess sem umsagnir gagnrýnenda hafa verið í neikvæðari kantinum þó finna megi nokkrar undantekningar.
Sjá nánar hér: Vísir – Egill klipptur út úr Wikileaks-myndinni.
Hér að neðan ræðir Carice Van Houten um myndina og hlutverk sitt: