Stuttmyndin Good Night vann til tveggja verðlauna á Colchester Film Festival í Bretlandi sem lauk í fyrradag. Hlaut Muriel d’Ansembourg verðlaun fyrir besta handritið, en Muriel leikstýrði líka myndinni. Una Gunjak vann fyrir klippingu myndarinnar.
Myndin er framleidd af Evu Sigurðardóttur sem nýlega flutti til íslands eftir að hafa unnið um árabil í Bretlandi við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Hún er nú að setja á fót framleiðslufyrirtæki hér á landi sem kallast Askja Films.
Good Night var tilnefnd til BAFTA verðlaunanna síðastliðinn vetur og vann Gulleggið á RIFF núna fyrr í október. Einnig hefur myndin unnið til fjölda annarra verðlauna í Bandaríkjunum og Evrópu.
Myndin segir sögu tveggja táningsstúlkna sem lenda í hinum ýmsu vandræðum þegar þær stelast út á lífið í London, þar sem að þær þykjast vera eldri og þroskaðari en þær eru í raun.
Hinn kunni breski klippari Terry Rawlings, sem m.a. klippti Alien, Blade Runner og Chariots of Fire, sat í dómnefnd hátíðarinnar og hafði þetta að segja um klippingu myndarinnar:
„I loved the way in which the editor understood these girls so well. The pace was perfect, The quick cutting which added to the excitement of the night of adventure until it suddenly goes wrong. And then everything slows down which adds to the sadness of the two girls who try so hard to be what they are not. The whole film is perfectly paced.“
Handritshöfundurinn Tim Loane veitti verðlaunin fyrir besta handritið og hafði þetta að segja um myndina:
„The writer has created real flesh and blood characters struggling with real normal life – in a script that has fantastic use of suspense – so it’s a film that is surprising, fresh, alarming and heart-felt – and all while dealing with a very difficult subject. I thought it was great.“
Stikla myndarinnar er hér að neðan: