Takk kæru lesendur

Klapptré hefur nú verið einn mánuð í loftinu en vefurinn var opinberaður þann 16. september s.l. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið góðar, raunar framar björtustu vonum.

Tölurnar líta svona út:

  • Einstakir gestir: 5.507
  • Heimsóknir: 8.946
  • Flettingar: 16.035

Til samanburðar má nefna að þegar Land & synir, vefur kvikmyndagerðarmanna var í loftinu (2003-2011) var meðalaðsókn 953 gestir á mánuði.

Klapptré þakkar góðar móttökur. Hér má láta sér líka við Facebook síðuna okkar (muna að stilla á „Get notifications / Fá tilkynningar) og við erum líka á Twitter.

Engin áhugi á könnun?

Þá er gaman að segja frá því að nákvæmlega enginn tók þátt í könnun okkar sem sett var út á mánudag, þar sem spurt var um álit á Fólkinu í blokkinni, nýju þáttaröðinni á RÚV. Okkur finnst þetta dálítið skrýtið þar sem mörg hundruð manns hafa skoðað þessa tilteknu síðu á vefnum. En Klapptré mun að sjálfsögðu láta þetta sér að kenningu verða og forða lesendum frá frekari könnunum af þessu tagi – nema eindregnar óskir og fjöldi áskorana berist um annað!

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR