Gullpálmamyndin „La vie d’Adele“ frumsýnd í Háskólabíói

blue is the warmest color-2Almennar sýningar á La vie d’Adele eða Blue is the Warmest Color, sem hlaut hinn eftirsótta Gullpálma á Cannes í vor, hefjast í Háskólabíói á föstudag.

Þetta er djörf ástarsaga sem byggir á franskri verðlaunamyndasögu eftir Julie Maroh og fjallar um ástarsamband tveggja ungra kvenna.  Myndin vakti mikla athygli á Cannes í vor, ekki síst vegna langra og myndrænna kynlífsatriða. Gagnrýnendur og aðrir áhorfendur hafa heillast af átakanlegri þroskasögunni.

Fyrir dómnefndinni fór Steven Spielberg, og þótti hann taka óvenjulega ákvörðun með því að veita leikstjóra kvikmyndarinnar og aðalleikkonunum tveimur, Adele Exarchopoulos og Leu Seydoux Gullpálmann – sem eru virtustu verðlaun hátíðarinnar.

Að mati Spielbergs er kvikmyndin „stórkostleg ástarsaga  um djúpstæða ást og nístandi hjartasorg sem áhorfendur fylgjast með, líkt og flugur á vegg, frá upphafi til enda“.

Sjá nánar hér: Væntanlegt | Græna ljósið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR