„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í spjalli við Visi. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“
Sjá nánar hér: Vísir – „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina“.