Pólska leikstýran Agniezska Holland verður viðstödd sýningar mynda sinna á lokadögum EFFI 2013, Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar, í Bíó Paradís um helgina. Á laugardag kl. 15 verður hin Óskarstilnefnda In Darkness sýnd með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta og sunnudag kl. 15 verður sýnd serían Burning Bush (Brennandi runni) sem er framlag Tékka í ár til Óskarsins. Holland mun svara spurningum gesta eftir sýningu beggja myndanna.
Í myrkri (In Darkness) (Pólland 2011) 145 mín. FRÍTT INN.
Byggð á sannsögulegum atburðum. Myndin fjallar um Leopold Socha, sem vinnur í holræsum og er þjófur í borginni Lvov í Póllandi, sem er hernuminn af nasistum. Einn daginn verður hópur gyðinga á vegi hans, sem reyna að flýja ástandið, en þá hjálpar hann þeim, gegn greiðslu, með því að fela það í undirheimum holræsanna undir borginni þar sem ófriður geysaði. Myndin verður sýnd með sjónlýsingu ásamt því að leikstjórinn mun bjóða upp á spurningar úr sal eftir sýningu myndarinnar. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum Besta erlenda myndin árið 2012.
Brennandi runni (Burning Bush 2013) ENSKUR TEXTI
Þriggja þátta sería sem gerð var fyrir sjónvarpstöðina HBO eftir hina stórmerku leikstýru Agnieszku Holland. Serían er byggð á sannsögulegum atburðum og persónum, og beinir sjónum sínum að persónulegum fórnum nemans Jan Palach sem nemur sagnfræði í Prag. Jan Palach kveikti í sér í mótmælum gegn hersetu Sovíeska hersins í Tékkóslóvaíku árið 1969. Ungi lögfræðingurinn Dagmar Buresová tók að sér að verja fjölskyldu Jans í réttarhöldum gegn kommúnískri ríkistjórn, sem reyndi að svipta hann heiðrinum fyrir þessa fórn sem hann færði með hetjulegum drengsskap og sem lið í frelsun Tékkóslóvakíu.
Miðaverð 700 krónur. Hlé verður gert um miðbik sýningarinnar.
Eftir alla þrjá þættina verður boðið upp á leikstjóraspjall, ásamt því að lokahóf og móttaka til heiðurs Agnieszku Holland munu eiga sér stað í anddyri Bíó Paradís. Þóra Tómasdóttir stýrir umræðunum. Serían er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og er einnig framlag Tékklands til Óskarsverðlaunanna í ár.