RÚV stendur fyrir örmyndahátíð á vef sínum og kallast hátíðin Örvarpið. Þetta er hugsað sem vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Myndir mega vera allt að fimm mínútum.
Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á vefnum. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á örmyndahátíðinni Örvarpið í Bíó Paradís, sem haldin verður eftir áramót. Bestu verkunum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.
Sjá nánar hér: Örvarpið | RÚV.