Í ítarlegu viðtali við RÚV ræðir Baltasar Kormákur um víkingamynd sína sem hann ráðgerir að filma fljótlega. Fram kemur meðal annars að myndin verði að mestu gerð hér á landi og að hún verði ein stærsta fjárfesting frá hruni.
Baltasar segist áætla að kostnaður við fyrirhugaða víkingamynd sína verði milli 60-100 milljónir dollara, eða milli 7-12 milljarða íslenskra króna. Framleiðsla í höndum bandarískra aðila sem brátt verður tilkynnt um en Rvk. Studios verður meðframleiðandi.
Alls hlutu íslenskar kvikmyndir 33 verðlaun á alþjóðlegum hátíðum 2013, þar á meðal á stórum hátíðum á borð við Cannes, Karlovy Vary, San Sebastian og Tokyo. Hross í oss og Hvalfjörður leiða fríðan flokk.