Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar fær alls 15 tilnefningar til Robert-verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Underverden, sem meðal annars er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, fær 14 tilnefningar.
Þórir Snær Sigurjónsson og félagar hans hjá danska framleiðslufyrirtækinu Profile Pictures framleiða kvikmyndina Underverden (Undirheimar) í leikstjórn Fenar Ahmad sem er á toppi danska aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Yfir fjörtíu þúsund manns sáu myndina um helgina.