"Það er skemmtilegt að svo virðist sem hópur öflugra kvenna keyri áfram heimildamyndasenuna hér á Íslandi," segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands meðal annars í samtali við Business Doc Europe.
Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Þriðji póllinn og Á móti straumnum eru frábærar heimildamyndir um litbrigði lífsins sem fá áhorfendur til að fella tár og taka bakföll af hlátri, segir Júlía Margrét Einarsdóttir í Lestinni á Rás 1.
Heimildamyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF í ár. Myndin verður frumsýnd í Háskólabíói 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu.
Stikla heimildamyndarinnar Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur hefur verið birt á Vísi. Sýningar á myndinni hefjast 27. mars í Senubíóunum.
Heimildamyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anni Ólafsdóttur verður frumsýnd þann 27. mars næstkomandi. Andri Snær hefur sent frá sér kitlu sem má skoða hér.