Heimildamyndin Þeir sem þora um stuðning Íslands við baráttu Eystrasaltsþjóða fyrir endurheimt sjálfstæðis, var sýnd í Evrópuþinginu í Brüssel 23. janúar síðastliðinn. Um 250 þingmenn, flestir frá Norðurlöndum, Eystrasaltsþjóðum og Austur-Evrópu, sóttu sýninguna, ásamt ráðgjöfum og starfsmönnum.
2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur, Þeir sem þora, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin á EstDocs, sem haldin er í Toronto en tileinkuð myndum frá Eistlandi.
Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur, Þeir sem þora, var frumsýnd á Íslandi í gær og verður sýnd í Bíó Paradís næstu daga. Myndin lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991.