2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Hópfjármögnun (crowdfunding) er nú orðin hluti af fjármögnun kvikmyndaverkefna. Upphæðirnar eru í flestum tilfellum ekki mjög háar en geta engu að síður skipt sköpum; annaðhvort sem verulegur hluti fjármögnunar smærri verkefna eða sem fjármögnun afmarkaðra þátta stærri verkefna. Heimildamyndin Svartihnjúkur leitar nú lokafjármögnunar og gengur vel.
Heimildamyndin Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit, segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síðari. Á heimasíðu Karolina Fund fer nú fram hópfjármögnun vegna verkefnisins.