HeimEfnisorðSub Rosa

Sub Rosa

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

Stuttmyndin „Sub Rosa“ verðlaunuð í San Diego

Stuttmynd Þóru Hilmarsdóttur, Sub Rosa, var valin besta stuttmyndin á San Diego Film Festival sem lauk 4. október s.l. Myndin verður sýnd á Northern Wave hátíðinni sem fram fer á Grundarfirði um helgina.

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR