Sýningar á gamanþáttunum Draumahöllin hefjast á Stöð 2 í lok desember. Þættirnir sex eru skrifaðir af Sögu Garðarsdóttur, Steinþóri H. Steinþórssyni og Magnúsi Leifssyni, sem jafnframt leikstýrir.
Gamanmyndin Þorsti eftir Steinþór Hróar Steinþórsson (Steinda jr.) og Gauk Úlfarsson, var frumsýnd í Sambíóunum föstudaginn 25. október s.l. Myndin tengist þáttaröðinni Góðir landsmenn sem sömu aðilar stóðu að og var sýnd á Stöð 2.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.
Hreinn Skjöldur, nýjasti þáttur grínistanna á bakvið Steindann okkar, var frumsýndur á Stöð 2 í lok nóvember. Þættirnir eru á meðal vinsælustu þátta stöðvarinnar en þúsundir hafa einnig sótt þættina á vefnum deildu.net.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.