Þrjár nýjar íslenskar heimildamyndir eru nú í almennum sýningum eftir frumsýningu á RIFF. Þetta eru Þriðji póllinn eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason, Húsmæðaskólinn eftir Stefaníu Thors og Á móti straumnum eftir Óskar Pál Sveinsson.
Kvikmyndagerðarmenn undrast að Íslandsstofa hafi falið erlendum kvikmyndagerðarmönnum gerð kynningarmyndbands vegna herferðarinnar Inspired By Iceland. Myndbandið var unnið af Íslensku auglýsingastofunni, almannatengslaskrifstofunnni Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið.